Í kjöl­far smitrakingar vegna smits sem upp kom á rit­sjórn DV í vikunni, og greint var frá, hafa sótt­varnar­yfir­völd á­kveðið að stærri hópur starfs­fólks Torgs, út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins og DV, verði settur í sótt­kví en áður hafði verið á­kveðið.

Greint var frá því á dögunum að smit hefði komið upp á ritstjórn DV.

Um er að ræða konu sem gegnir hlutastarfi á ritstjórn DV. Konan sótti ritstjórnarfund með blaðamönnum DV síðastliðinn þriðjudag. Öll ritstjórnin, að undanteknum einum blaðamanni sem var í fríi umræddan dag, var send heim í kjölfarið.

Sóttvarnir á vinnusvæði Torgs, sem rekur DV, Fréttablaðið og Hringbraut voru hertar í kjölfarið. Ekki er gert ráð fyrir að frétta­þjónusta á fretta­bladid.is né út­gáfa Frétta­blaðsins raskist við þetta.