Það sem af er ári hafa verið framleidd rúmlega þremur milljónum fleiri hjól en bílar í heiminum.

Samkvæmt vefsíðunni World­ometer sem haldið er úti af alþjóðlegu teymi hönnuða, vísindamanna og sjálfboðaliða, hafa verið framleiddar tæplega sjö milljónir hjóla á þessu ári en rúmlega 3,7 milljónir bíla.

Þá hafa á þessu árið verið búnar til um ellefu milljónir tölva og í gær seldust á einum degi yfir fjórar milljónir farsíma.