Elsti hópurinn í bólusetningu skilaði sér ekki að fullu þann 2.febrúar síðastliðinn. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill nú ná til þeirra sem hafa ekki skilað sér og/eða aðstandenda þeirra. Því verður opið fyrir alla, 90 ára og eldri, sem misstu af fyrri eða seinni bólusetningu á Suðurlandsbraut 34 á milli 9 til 15 á morgun, þriðjudaginn 23.febrúar. Opið er fyrir alla fædda 1931 eða fyrr.

Þau sem hafa fengið SMS skilaboð fylgja tímasetningu sem þar kemur fram en aðrir mæta þegar þeim hentar á morgun, segir í skilaboðum Heilsugæslunnar.