Grafarbeiðnum til Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fjölgað og umsóknir tekið kipp eftir að sagt var frá gríðarlegum fjölda ósóttra duftkera. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna greindi frá því fyrr í mánuðinum að alls biðu yfir 270 duftker í hillum bálstofu kirkjuarðanna þess að verða greftruð.

Síðan þá hafa á milli 10 og 20 grafarbeiðnir borist og segir Þórsetinn ánægjulegt að fólk hafi brugðist við eftir umfjöllun í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Útfararstofur hafa undanfarið lagt sitt af mörkum. „Við erum farin að ýta við fólki núna“, segir Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofu Íslands.

„Þetta er oft mjög viðkvæmt mál og fólk hreinlega veigrar sér við að fara í verkið. Það byrjar að fresta þessu og svo þarf að bíða kannski eftir einhverjum utan frá eða utan af landi. Þetta er alls konar. En þetta er ekki trassaskapur,“ leggur Sverrir áherslu á. Hann bendir á að við hefðbundari útför sé í beinu framhaldi farið í kirkjugarð og kistan jarðsett og ferlinu lokið strax. Þegar bálför er valin, líða ein til tvær vikur þar til allt er tilbúið til greftrunar. „Þá getur fólk orðið hrætt við að ýfa upp sárin.“

er búið að setja sig kannski í annan gír,“ bætir hann við. Virðingarleysi er ekki neitt sem þarna kemur til að mati Sverris sem segir fólki mjög um að hafa allt sem fallegast fyrir ástvin sinn sem er fallinn frá. „Ég reyndi um tíma að bjóða upp á ódýrari og svona hrárri líkkistur en fólk vildi ekki sjá þær. Það vill eitthvað fallegra.“

Eigendur duftkerana þurfa ekki að greiða neinn aukakostnað fyrir greftrunina þar sem hún hefur þegar verið greidd útfararstofunni sem sá um útförina. Vilji fólk hins vegar hafa prest með í greftrunarathöfninni kostar það 10 þúsund aukalega.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari/Valli