Ból­u­setn­ing­ar­her­ferð band­a­rískr­a stjórn­vald­a gegn Co­vid-19 hófst af kraft­i en mjög hef­ur dreg­ið úr hon­um eft­ir því sem líð­ur á sum­ar­ið. Nú eru 69.9 prós­ent full­orð­inn­a Band­a­ríkj­a­mann­a bún­ir að fá í það minnst­a einn skammt ból­u­efn­is en mark­mið Joe Bid­ens for­set­a var að 70 prós­ent full­orð­inn­a hefð­i feng­ið í það minnst­a eina spraut­u fyr­ir 4. júlí, þjóð­há­tíð­ar­dag Band­a­ríkj­a­mann­a. Það tókst ekki.

Sí­fellt fleir­i fyr­ir­tæk­i hafa nú gef­ið það út að starfs­menn þeirr­a þurf­i að vera ból­u­sett­ir til að koma til vinn­u. Al­rík­is­stjórn­in hef­ur á­kveð­ið að all­ir op­in­ber­ir starfs­menn skul­i vera ból­u­sett­ir, ell­eg­ar þurf­i þeir að und­ir­gang­ast vik­u­leg Co­vid-próf.

Leik­hús­gest­ir á Bro­a­dwa­y í New York þurf­a að vera ból­u­sett­ir til að sækj­a sýn­ing­ar.
Fréttablaðið/AFP

Rík­is­stjórn­ir í Kal­i­forn­í­u og New York-ríki hafa til­kynnt að sömu regl­ur muni taka gild­i hjá þeim inn­an skamms. Stór­fyr­ir­tæk­i á borð við Dis­n­ey, Go­og­le, Fac­e­bo­ok og NFL-deild­in í am­er­ísk­um fót­bolt­a hafa á­kveð­ið að gera slíkt hið sama.

Þess­ar regl­ur breyt­a litl­u fyr­ir ób­ól­u­sett­a Band­a­ríkj­a­menn sam­kvæmt um­fjöll­un AP. Flest þeirr­a fyr­ir­tækj­a sem setj­a skil­yrð­i um ból­u­setn­ing­u reka skrif­stof­ur og slíkt starfs­fólk er að lang­stærst­um hlut­a þeg­ar ból­u­sett og hugn­ast illa að vinn­a með ób­ól­u­sett­um.

Skort­ur á starfs­fólk­i hræð­ir fyr­ir­tæk­i

Fyr­ir­tæk­i á borð við versl­un­ar­ris­ann Wal­mart, þar sem starfs­fólk er að stór­um hlut­a ó­fag­lært, eru rag­ar­i við að setj­a regl­ur um ból­u­setn­ing­ar. Fyr­ir­tæk­i í mat­væl­a­fram­leiðsl­u, vör­u­hús­a- og versl­un­ar­rekstr­i ótt­ast að hrekj­a burt starfs­fólk verð­i þær sett­ar, sér­stak­leg­a nú þeg­ar hörg­ull er á starfs­fólk­i.

Helm­ing­ur starfs­fólks mat­væl­a­fram­leið­and­ans Ty­son Fo­ods, um 56 þús­und manns, eru full­ból­u­sett. Flest­ir hafa ver­ið ból­u­sett­ir í vinn­unn­i eft­ir að fyr­ir­tæk­ið stóð fyr­ir ból­u­setn­ing­ar­her­ferð. Það hef­ur þó ekki í hyggj­u að skyld­a hinn helm­ing­inn í ból­u­setn­ing­u.

Starfs­fólk á skrif­stof­um Wal­mart þarf að fá ból­u­setn­ing­u fyr­ir 4. okt­ó­ber en eng­ar slík­ar regl­ur verð­a sett­ar á starfs­fólk í versl­un­um og vör­u­hús­um fyr­ir­tæk­is­ins. Amaz­on ætl­ar held­ur ekki að skikk­a starfs­fólk í vör­u­hús­um sín­um í spraut­u.

Wal­mart skikk­ar skrif­stof­u­fólk í ból­u­setn­ing­u en ekki starfs­fólk versl­an­a.
Fréttablaðið/AFP

Al­rík­is­stjórn­in hyggst greið­a kostn­að við Co­vid-próf starfs­fólks en í eink­a­geir­an­um er það mis­jafn, sum fyr­ir­tæk­i ætla að stand­a straum af þeim kostn­að­i og í ein­hverj­um til­fell­um er það trygg­ing­a­fé­lag starfs­fólks sem greið­ir. Því gæti starfs­fólk stað­ið framm­i fyr­ir því að þurf­a að greið­a fyr­ir Co­vid-próf svo það kom­ist til vinn­u, kjós­i það að láta ekki ból­u­setj­a sig.

Bri­an Kropp, yf­ir­mað­ur rann­sókn­a hjá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­in­u Gartn­er, seg­ir á­kvörð­un al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar gera at­vinn­u­rek­end­um auð­veld­ar­a fyr­ir um að krefj­a starfs­fólk um ból­u­setn­ing­ar frá lag­a­leg­u sjón­ar­horn­i.

Vand­a­mál­ið sé hins veg­ar ekki lag­a­legt, það sé and­stað­a við ból­u­setn­ing­ar. Fyr­ir­tæk­i á borð við Wal­mart geti illa rétt­lætt ból­u­setn­ing­ar starfs­fólks með­an fyr­ir­tæk­ið leyf­ir ób­ól­u­sett­um við­skipt­a­vin­um að versl­a. Fyr­ir­tæk­i hafa ekki vilj­að skyld­a við­skipt­a­vin­i til að vera ból­u­sett­ir af ótta við að hræð­a þá frá og vegn­a þess hve erf­itt það er að stað­fest­a ból­u­setn­ing­u. Sam­kvæmt könn­un Gartn­er ætla minn­a en tíu prós­ent fyr­ir­tækj­a að setj­a á ból­u­setn­ing­ar­skyld­u fyr­ir starfs­fólk.

Band­­a­­ríkj­­a­m­að­­ur ból­­u­­sett­­ur gegn Co­vid-19.
Fréttablaðið/EPA