Líkams­leifar eins ein­stak­lings til við­bótar hafa nú fundist í rústunum í norska bænum Ask og hafa því alls fjórir látist eftir skæðar aur­skriður í bænum. Lög­regla í Noregi hefur ekki greint frá nafni, kyni eða aldri þeirra sem fundust látnir í dag en þeir fundust allir við sömu bygginguna.

Ein­stak­lingurinn sem fannst látinn í gær var nafn­greindur í kvöld og er hann hinn 31 árs gamli Eirik Grøno­len, að því er kemur fram í frétt norska ríkis­út­varpsins, NRK. Hann fannst í um 50 metra fjar­lægð frá hinum sem hafa nú fundist látnir.

Leita áfram að eftirlifendum

Björgunar­starf fer á­fram fram á svæðinu en sex manns er nú saknað. Greint var frá nöfnum þeirra sem saknað er í gær en ekki liggur fyrir hverjir fundust látnir í dag og hverra er enn leitað. Yngsta manneskjan á listanum er tveggja ára stúlka.

Leitar­hundar eru nú notaðir á svæðinu þar sem jörðin er enn mjög ó­stöðug. Við­bragðs­aðilar halda enn í vonina að finna eftir­lif­endur í rústunum og mun leit halda á­fram eins lengi og þörf er talin á þrátt fyrir að mögu­leikarnir á að finna eftir­lif­endur minnka eftir því sem tíminn líður á

Aur­skriðurnar hafa haft gífur­leg á­hrif á íbúa bæjarins en sam­kenndin er þar mikil og kveiktu heima­menn á kertum til að sýna sam­stöðu með við­bragðs­aðilum í dag. Norska konungs­hjónin munu síðan koma til bæjarins á morgun til að hitta við­stadda.