Í október féllu 2.153 Japanar fyrir eigin hendi. Svo margir hafa ekki látið lífið af völdum sjálfsvígs þar í landi frá árinu 2015.

Til samanburðar hafa alls hafa 2.057 manneskjur látið lífið vegna Covid-19.

Hefur áhrif á konur

Karlar svipta sig oftar lífi en konur í Japan en tölfræðin fyrir október 2020 lítur öðruvísi út.

Samkvæmt Washington Post fjölgaði sjálfsvígum meðal kvenna um 83% í október miðað við sama tímabil í fyrra. Sem þýðir að næstum tvöfalt fleiri konur sviptu sig lífi í október á þessu ári en árið 2019.

Sjálfsvígum meðal karla fjölgaði um 22% miðað við sama mánuð í fyrra.

Í Japan starfa margar konur í hótel- og veitingageiranum, ferðaþjónustu og í smásöluverslun. Þetta eru atvinnugreinar sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna heimsfaraldursins. Margir hafa misst vinnuna og eiga í auknum fjárhagsvandræðum. Þar að auki bera konur megin ábyrgð á börnunum í flestum japönskum fjölskyldum.

Skólum var lokað í Japan þegar faraldurinn stóð sem hæst en þá áttu margar konur í erfiðleikum með að sjá bæði um börnin sín og sinna vinnunni. Samkvæmt Washington Post er heimilisofbeldi einnig stórt vandamál í landinu.

Geðheilsuvandamál

„Það hefur ekki verið gripið útgöngubanns hér og í samanburði við mörg önnur lönd hefur faraldurinn haft lítil áhrif í Japan. Engu að síður sjáum við þessa miklu aukningu á sjálfsvígum," segir Michiko Ueda, prósessor við Wasede háskólann í Tókýó í viðtali við Washington Post. Hann er sérfræðingur í sjálfsvígum.

Ueda varar við því að einangrun og ótti við að missa vinnuna leiði til geðheilbrigðisvandamála í landinu. Hann telur að önnur lönd muni einnig sjá svipaða þróun vegna kórónuveirufaraldursins.

Þróun sem gæti sést víðar

Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem birtir tölfræði yfir sjálfsvígstíðni nokkrum sinnum á ári. Ueda telur að þróunin í landinu geti gefið öðrum löndum hugmynd um hvaða áhrif heimsfaraldurinn getur haft á fólk.

Sjálfsvíg eru stórt félagslegt vandamál í Japan. Sjálfsvígstíðni hefur verið með þeim hæstu í heiminum í landinu með 18,5 sjálfsvíg á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Til samanburðar var fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2020 hér á landi 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa.

Sögu­lega séð hef­ur tíðni sjálfs­víga því verið há í Jap­an en þró­un­in var byrjuð að snú­ast í átt til sam­drátt­ar áður en að heimsfaraldurinn skall á.