Fjöldamörg Evrópulönd, þar á meðal Úkraína, Eistaland, Lettland, Finnland og Tékkland hafa sent beiðni á Evrópusambandið að takmarka eða banna skammtíma Schengen vegabréfsáritanir fyrir rússneska ferðamenn.

Þetta kemur fram á fréttavef The Guardian en með þessu vilja Evrópulöndin auka þrýsting á almenning í Rússlandi sem að þeirra mati hefur ekki sýnt nægilegan vilja til að standa gegn stríðinu í Úkraínu.

Stjórnvöld í Eistlandi hafa núþegar ákveðið að hætta að hleypa rússneskum ríkisborgurum inn í landið. En Kaja Kallas forsætisráðherra Eistlands talaði fyrir hönd ríkjanna

Ráðamenn innan Evrópusambandsins ræða nú möguleikann á slíkum takmörkunum en þeir sem hafa gagnrýnt þær er meðal annars Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. En hann sagðist ekki getað ímyndað sér slík bönn á ferðir fólks. Til þess að takmarkanir yrðu settar á þyrfti samþykki 27 landa innan sambandsins.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands sér ekki ástæðu til að hefta för rússneskra ferðamanna.
Mynd/getty

Þurfa að geta séð frjálsan heim

Rússar hafa einnig gagnrýnt slíkar takmarkanir og þar á meðal þeir sem eru opinberlega á móti stríðinu. Þar á meðal er Ilya Krasilshchik, rússneskur vefútgefandi sem sagðist ekki skilja hverju takamarkanir á rússneska ferðamenn myndu skila.

„Ég sé ekkert jákvætt í því að Rússar geti ekki farið til Evrópulanda því þeir verða að geta séð lönd sem eru frjáls“ sagði hann. Sjálfur býr hann utan Rússlands vegna gagnrýni sinnar á Rússnesk stjórnvöld og segir að hann eigi núþegar erfitt með ferðir um Evrópu þrátt fyrir að bönn hafi ekki verið virkjuð.

Annar punktur sem gagnrýnendur takmarkana hafa nefnt er að efri stéttir Rússlands muni finna leiðir til þess að komast hjá banninu og þannig myndu takmarkanir aðallega bitna á almenningi.