Hlut­fall óbólu­settra hefur verið hærra undan­farið en áður og segir Þór­ólfur að það megi rekja til þess að það sé yngra fólk og börn að smitast en þau eru einnig stærstur hluti þeirra sem eru óbólu­sett.

„Meðal­aldur þeirra sem eru að greinast er að lækka og þetta endur­speglar það. Ég held að það hafi ekkert með bólu­setninguna sjálfa að gera heldur er þetta að greinast meira hjá ungu fólki,“ segir Þór­ólfur.

Smitfjöldi hefur verið nokkuð breytilegur undanfarna daga en ekki farið yfir 100 síðan 25. ágúst.

„Þetta er á­nægju­legt og er að þokast niður á við hægt og bítandi þó það sé alltaf ein­hver breyti­leiki á milli daga,“ segir Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, um stöðu far­aldursins núna. Hann segir að senni­lega þurfi að ná ein­hvers konar jafn­vægi en telur ó­lík­legt að smit­fjöldi verði enginn, eða núll.

Þurfum við að hafa á­hyggjur af því að fleiri börn séu að smitast?

„Já, börn og ungt fólk geta borið veiruna í þá sem eru við­kvæmir fyrir og geta farið illa út úr þessu. En á móti kemur að sýkingin hjá ungu fólki er í lang­flestum til­fellum mjög væg. Þannig að við þurfum ekki að hafa stórar á­hyggjur en á meðan smit eru út­breidd í sam­fé­laginu þá geta heil­brigðir ein­staklingar smitast og veikst al­var­lega,“ segir Þór­ólfur.

Eigum eftir að sjá hvernig hraðprófin virka

Í dag var tón­listar­há­tíðinni Iceland Airwa­ves frestað í annað sinn vegna Co­vid. Að­stand­endur kvörtuðu undan því að erfitt væri að halda slíka há­tíð með þeim hindrunum sem eru á 500 manna sam­komu­tak­mörkunum og að fyrir­komu­lag sé enn ó­skýrt hvað varðar notkun hrað­prófa fyrir gesti stærri við­burða.

Spurður hvort hann sjái fyrir að þetta muni breytast segir Þór­ólfur erfitt að spá mjög langt fram í tímann.

„Það er á­vísun á að það muni ekki rætast en ég hef viðrað mínar skoðanir um fram­tíðar­sýn í hug­myndum og til­lögum í minnis­blaði til ráð­herra og þar viðraði ég hug­myndir um stærri við­burði með þessum hr­að­greiningar­prófum en við eigum eftir að sjá hvernig þau koma til með að virka,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að nær allan far­aldurinn hafi verið gripið til ein­hverra að­gerða og svo staðan metin út frá því hvernig þær hafa virkað.

„Ég held að við þurfum að sjá hvernig þetta virkar með þessum víkunum og hr­að­greiningar­prófunum og ég er ekkert til­búinn til að bolla­leggja neitt með stærri við­burði á þessum tíma­punkti,“ segir Þór­ólfur.