Samþykkt hefur verið að bílastæði austan megin við Landspítalann í Fossvogi verði gerð gjaldskyld. Er það í samræmi við ósk Landspítalans. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar tók málið fyrir í gær og verða stæðin á gjaldskyldu fjögur.

Borgarráð þarf að staðfesta gjaldskylduna.Flokkur fólksins lét bóka að það væru sérkennileg rök að tengja aukið álag við mikilvægi þess að fjölga gjaldskyldum bílastæðum.

Fólk væri ekki að leita á spítalann að gamni sínu.Í greinargerð frá Landspítalanum kom fram að á lóð spítalans við Fossvog væru nú þegar tvö svæði með gjaldskyldum bílastæðum, vestan megin við spítalann. Austan megin væri húð- og kynsjúkdómadeildin og því langur gangur frá gjaldskyldum stæðum inn á deildina.

Gjaldskylda yrði til þess fallin að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra um bílastæði.