Dræm mæting hefur verið í bólu­setningu Jans­sen í morgun. Að sögn Ragn­heiðar Ósk Er­lends­dóttur hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins voru 400 manns boðuð með 10 mínútna fresti en að­eins 50 til 100 mættu í hverju slotti. Því var á­kveðið að boða karla fædda 1991 og konur fæddar 1989, sem áttu að vera í næstu viku.

„Það gengur vel eftir að við boðuðum fleiri. Boðuðum tvo ár­ganga til við­bótar, karla 1991 og konur 1989. Það var allt of lítið í morgun en núna er rosa gangur á þessu,“ segir Ragn­heiður.

Bólu­efnið skemmist á stuttum tíma, er það ekki?

„Jú, við höfum bara þrjá tíma og þess vegna erum við alltaf í kapp­hlaupi við tímann,“ svarar Ragn­heiður.

Opna mögulega fyrir alla seinni part

Í dag er stefnt á að klára 9.000 skammta af Jans­sen. Ragn­heiður Ósk segir að þau ætli að meta stöðuna eftir að þau boðuðuð fleiri en ef það verður enn dræm mæting þá verður opnað fyrir alla, eins og var gert í síðustu viku. Ef svo verður myndi það verða til­kynnt seinni partinn í dag.