Þyrla Land­helgis­gæslunnar, TF-GRO, lenti skömmu eftir klukkan þrjú nú síð­degis á flug­vellinum á Ísa­firði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá gæslunni.

Um borð í þyrlunni voru tíu manns úr bak­varðar­sveit heil­brigðis­kerfisins sem flugu frá Reykja­vík til þátt­töku í starf­semi Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Þar nú mikið álag vegna hóp­sýkingar í sveitar­fé­laginu.

Þá flutti þyrlan jafn­framt veirupinna og grímur auk þes sem á­höfnin sótti mögu­leg CO­VID-19 sýni sem flutt verða í greiningu á Land­spítalanum í Reykja­vík.

Þyrlan tók á loft frá Reykja­víkur­flug­velli laust eftir klukkan tvö og lenti rúmri klukku­stund síðar á flug­vellinum á Ísa­firði.