Sett var met fyrir lengsta flug ó­mannaðrar flug­vélar þegar flug­vélin Zephyr S flaug stans­laust í tuttugu og sex daga. Sama flug­vél átti gamla metið en það var sett árið 2018. Flug­vélin er í eigu banda­ríska flug­véla­fram­leiðandans Air­bus.

Zephyr S flaug í gufu­hvolfinu svo hún yrði ekki fyrir far­þega­flug­vélum og lenti ekki í of vondu veðri.

Sólar­orka knýr vélina á­fram, en raf­hlöður eru um borð í henni svo hún geti flogið að nætur­lagi. Vélin þarf því ekki að stoppa til þess að bæta við elds­neyti.

Væng­haf flug­vélarinnar er tuttugu og fimm metrar og hún vegur einungis sjö­tíu og fimm kíló.