Flatey á Breiðafirði er besta eyja í heimi að mati fjölmiðilsins og ferðaþjónustusíðunnar Big 7 Travel.
Miðillinn birti lista yfir 50 bestu eyjar í heimi til að skoða að mati lesenda sinna, en tæplega 6000 manns tóku þátt könnuninni. Einnig er tekið mið af stærstu ferða-og umsagnasíðum heims og einnig álit starfsmanna Big 7 Travel.
Flatey á Breiðafirði lenti í fyrsta sæti á listanum og er eyjan sögð vera staðurinn þar sem tíminn stendur í stað.
„Þarna eru falleg gömul hús á víð og dreif um eyjuna, en bara tvær fjölskyldur eiga heima þar yfir allt árið,“ segir í umsögn dómnefndar.
„Manni líður eins og maður sé á kvikmyndasetti.“

Palawan á Filippseyjum var í öðru sæti og eyjan Espirita Santo á Vanuatu í Suður-Kyrrahafi lenti í því þriðja.

Hin norska Sumareyja (Sommarøy) í Tromsø er talin fjórða fallegasta eyja heims og Korcula í Króatíu sú fimmta. Hægt er að nálgast topp 50 listann hér.
