Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa sex sinnum berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist barna og fullorðinna á æfingarsvæði Þróttar í Laugardalnum.

Það er MBL sem fyrst greinir frá en maðurinn var orðinn þekktur á svæðinu sem „flassarinn í laugardalnum“ og hafði áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is var maður­inn á skil­orði en refs­ing hans var dæmd upp, en dóm­ur máls­ins hef­ur enn ekki verið birt­ur á vef héraðsdóms­ins.

Játaði brot sín fyrir dómi

Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum í Laugardalnum.

Maðurinn játaði brot sín þegar mál hans var tekið fyrir um síðustu áramót í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þá flokkast brot mannsins sem kynferðis brot en einnig fíkniefnabrot og brot gegn barnaverndar- og áfengislögum. Var maðurinn í flestum tilfellum undir áhrifum vímuefna og áfengis þegar brotin áttu sér stað.

Foreldrar þeirra stúlkna sem urðu vitni að framkomu mannsins fóru fram á 800 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins en ekki hefur komið fram hvort dómurinn hafi orðið við kröfu þeirra.