Flassarinn í Laugardal, sem hefur ítrekað berað kynfæri sín fyrir framan börn, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, fíkniefnabrot og brot gegn barnaverndar- og áfengislögum.

Maðurinn hefur oft komið við sögu hjá lög­reglu vegna blygðunar­semis­brota gagn­vart börnum og full­orðnum við æfingasvæði Þróttar. For­eldrar og aðrir í­búar í Laugar­dal eru orðnir lang­þreyttir á manninum og hefur nú héraðssaksóknari tekið saman sex kærur frá foreldrum barna til að höfða fjöldamál gegn honum.

Ef marka má um­ræður í Face­book-hóp fyrir íbúa Laugarneshverfis eru for­eldrar og aðrir í­búar búnir að fá nóg og fagna eflaust að málið sé loksins komið í einhvern farveg.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. september næstkomandi. Ólafur Þór Hauksson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara en hann krefst þess að flassarinn verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisráðstöfun. Í báðum tilvikum er þess krafist að ákærða verði gert að greiða allan sakarkostnað

Í ákærunni eru brotin talin upp en þau náðu yfir stutt tímabil. Manninum er gefið að sök að hafa á:

Miðvikudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi meðan hann var ölvaður í viðurvist fullorðinna og barna sem voru við æfingar á svæðinu.

Fimmtudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi meðan hann var ölvaður í viðurvist fullorðins einstaklings og barna sem voru við æfingar á svæðinu.

Mánudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi meðan hann var ölvaður í viðurvist fullorðins einstaklings, auk tveggja stúlkubarna sem voru við æfingar á svæðinu.

Föstudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist barna sem voru við æfingar á svæðinu. Maðurinn var ölvaður og hafði í vörslum sínum 0,59 g af maríjúana sem lögregla fann við leit og lagði hald á.

Mánudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist fullorðinna og barna sem voru við æfingar á svæðinu

Miðvikudegi: Berað og handleikið kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist fullorðinna og annarra barna sem voru þar við æfingar. Maðurinn var ölvaður og hafði í vörslum sínum 1,29 g af maríjúana sem lögregla fann við leit og lagði hald á.

Krefjast miskabóta upp á 2,4 milljónir

Er maðurinn talinn hafa með þessum brotum hafa sýnt af sér ósiðlegt, vanvirðandi og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra og valdið hneyksli á almannafæri.

Foreldrarnir þriggja stúlkna gera einkaréttarkröfur fyrir hönd barna sinna, 800 þúsund í miskabætur fyrir hverja stúlku, samtals 2,4 milljónir. Einnig er gerð krafa um að maðurinn greiði allan málskostnað.