Karl­maður á fimm­tugs­aldri var í dag í Héraðs­dómi Reykja­víkur úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald, eða til 16. júní, að kröfu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Maðurinn var hand­tekinn á í­þrótta­svæði í austur­borginni síð­degis í gær eftir að til­kynning barst um mann sem þar væri að bera sig fyrir framan börn. Við­komandi hefur í­trekað komið við sögu hjá lög­reglu vegna blygðunar­semis­brota gagn­vart börnum og full­orðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði.

Sam­kvæmt lög­reglu unir maðurinn úr­skurðinum.

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að karl­­maður var hand­­tekinn í Laugar­dalnum í gær­­kvöldi eftir að hafa berað sig.

Ný­­lega hefur verið rætt um flassarann í Laugar­dalnum í fjöl­­miðlum en hann beraði sig fyrir framan stúlkur á æfingu síðast­liðinn mánu­­dag. Hann hefur gerst sekur og verið hand­­tekinn fyrir slíka hátt­­semi nokkrum sinnum áður og er orðinn þekktur á svæðinu. Ein móðir í Laugar­dalnum hyggst kæra hann for­m­­lega til lög­­reglunnar.

„Við óttumst öryggi barna okkar. Við getum ekki leyft börnunum að vera ein úti vegna þessa manns,“ sagði íbúi við Laugar­­dal í sam­tali við Frétta­blaðið í vikunni.

Á­hyggju­fullir for­eldrar í Laugar­dalnum hafa undan­farin ár þurft að óttast það að maðurinn á­reiti börnin þeirra og sýni þeim kyn­­færin á sér. Málið hefur vakið óhug hjá mörgum og eru for­eldrar komnir með nóg.

„Þetta er búið að vera við­varandi í svo langan tíma, við vitum ekki lengur hvað við eigum að gera,“ segir hún.