Slæmt veð­ur var á Hús­a­vík í gær eins og á öllu norð­vest­ur- og vest­ur­land­i. Appel­sín­u­gul við­vör­un var í gang­i langt fram eft­ir degi og ó­viss­u­stig al­mann­a­varn­a.

Sig­ur­jón Sig­ur­björns­son starfar hjá höfn­inn­i á Hús­a­vík og seg­ir að þeir hafi aldr­ei séð eins mikl­a öld­u­hæð og ham­a­gang eins og í ó­veðr­in­u í gær. Ein flotbryggja skemmdist í óveðrinu.

„Öldu­hæð­in fór yfir tíu metr­a. Við höf­um ekki séð þett­a áður, það voru ros­a­leg­a læti við höfn­in­a,“ seg­ir Sig­ur­björg.

Hann seg­ir að það sé stór­grýt­i á höfn­inn­i í dag sem feykt­ist þar upp í gær. Unnið verð­ur að því í dag að hreins­a það af höfn­inn­i.

„Það skemmd­ist ein flot­bryggj­a í gær. Það brotn­uð­u tveir fing­ur af henn­i en hún er lík­leg­a ónýt,“ seg­ir hann í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Flæddi upp úr niðurföllum

Guð­berg­ur R. Ein­ars­son, björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur, var við störf í gær og seg­ir að þau hafi sinnt þó­nokkr­um út­köll­um í gær tengt ó­veðr­in­u.

„Það var að­eins í smá­bát­a­höfn­inn­i,“ seg­ir Guð­berg­ur.

Þeir lent­u í því að það flædd­i upp úr nið­ur­föll­un­um í björg­un­ar­hús­in­u og þurft­u að sækj­a dæl­ur til að dæla því út.

Eins og má sjá á mynd­bönd­un­um hér að neð­an var um tals­vert vatns­magn að ræða.

Tvísýnt á tímabili

Stef­án Guð­munds­son, eig­and­i hval­a­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Gent­le gi­ants, seg­ir að þett­a hafi allt bjarg­ast fyr­ir horn í gær en hann lýst­i í við­tal­i í gær kol­vit­laus­u veðr­i á Hús­a­vík.

„Menn hafa hrós­að happ­i yfir þvi að hafa get­að kom­ið í veg fyr­ir al­var­leg tjón eða á­föll,“ seg­ir Stef­án.

Hann seg­ir að víða í bæn­um hafi nið­ur­föll ekki haft und­an við vatns­magn­in­u og að við höfn­in­a hafi mynd­ast mik­ill vatns­elg­ur.

„Þett­a var tví­sýnt á tím­a­bil­i. Það var allt í stál og slit, bæði með flot­bryggj­un­a og bát­an­a en þett­a fór eins vel og það gat gert,“ seg­ir Stef­án að lok­um.

Þessi mynd var tekin á Húsavík í gær.
Mynd/Stefán Guðmundsson