Björgunar­sveitar­fólk vann nú um sjö­leytið við að að­stoða íbúa við Boða­granda í Reykja­vík en þar brotnuðu rúður í veðrinu sem nú gengur yfir og fuku þak­plötur um.

Ljós­myndari Frétta­blaðsins náði myndum af störfum björgunar­sveitar­fólksins en líkt og fram hefur komið hefur verið í nógu að snúast um allt land. Er að­stoðar­beiðnum til björgunar­sveita nú að fjölga á höfuð­borgar­svæðinu, sam­kvæmt upp­lýsingum frá björgunar­sveitum.

Mest hefur mætt á björgunar­sveitum fyrir norðan og hefur borið á raf­magns­leysi á Akur­eyri, Sauð­ár­króki, Húsa­vík og Kópa­skeri. Fimm hundruð björgunar­sveitar­menn um land allt hafa verið í um tvö hundruð verk­efnum. Ljós­myndari Frétta­blaðsins náði einnig myndum af björgunar­sveitum við störf við Hotel Marina í Vestur­bænum þar sem stórt grind­verk hafði farið á hliðina.

Rauði kross Ís­lands hefur opnað fjölda­hjálpar­stöðvar í Klé­bergs­skóla á Kjalar­nesi þar sem ferða­langar sitja fastir vegna lokanna, einnig á Sel­fossi og í Borg í Gríms­nesi, en ein­hver fjöldi fólks er fastur þar og kemst ekki til Sel­foss.

Þá hefur Míla lýst yfir ó­vissu­stigi vegna veðursins. Víð­tækar raf­magns­truflanir og ó­vissa um hve­nær raf­magn verður komið á að nýju gerir að verkum að lík­legt er að truflanir og út­föll verði á fjar­skiptum þegar á líður.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir