Aðal­með­ferð í Rauða­gerðis­málinu svo­kallaða hefst á mánu­dag en fyrir­taka í málinu fór fram í Héraðs­dómi Reykja­víkur í gær. Frá mánu­degi til fimmtu­dags eru skýrslu­tökur á­ætlaðar og er mál­flutningur á á­ætlun þann 23. septem­ber næst­komandi.

Við þing­festingu málsins síðast­liðinn maí voru fjórir á­kærðir en um er að ræða þrjá karl­menn og eina konu sem hafa verið á­kærð fyrir mann­dráp í tengslum við morðið á Armando Beqirai, albönskum karl­manni sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauða­gerði þann 13. febrúar síðast­liðinn.

Rann­sókn málsins hefur verið veru­lega um­fangs­mikil og um tíma höfðu fjór­tán manns réttar­stöðu sak­bornings en við þing­festingu málsins síðast­liðinn maí voru fjórir á­kærðir.

Kol­brún Bene­dikts­dóttir, vara­héraðs­sak­sóknari, greinir frá því í sam­skiptum við Frétta­blaðið að í heildina verða teknar skýrslur af um það bil 40 vitnum í næstu viku og eru gögn málsins um þrjú þúsund blað­síður.

Einn hinna á­kærðu, Angjelin Mark Sterka­j, játaði í mars að hafa skotið Armando en hin þrjú sem hafa verið á­kærð neita sök. Sagði Angjelin við þing­festingu að hann hafi verið einn að verki en meðal hinna sem eru á­kærð eru unnusta Angjelin, Claudia Sofia Coel­ho Car­va­hlo, auk Murat Seli­vrada og Sheptim Qerimi.

Sjö þjóðerni koma við sögu

Vitni og sak­borningar í málinu eru af ýmsum þjóð­ernum og út­vega þarf túlk fyrir þau öll en Kol­brún segir það ganga vel að út­vega túlka fyrir málið.

Að því er kemur fram í frétt mbl.is um málið eru vitni í málinu af í hið minnsta sjö þjóð­ernum, það er frá Albaníu, Portúgal, Litháen, Rúss­landi, Rúmeníu, Serbíu og Ís­landi. Sak­borningarnir tala ýmist rúmensku, portúgölsku eða albönsku. Tvö vitni eru stödd í Rúmeníu og þurfa að gefa skýrslu sím­leiðis í næstu viku.