Banda­rískir ríkis­borgar um borð skemmti­ferða­skipsins Diamond Princess, sem hafa verið í sótt­kví síðast­liðnar tvær vikur vegna kóróna­veirunnar Co­vid-19, verða í dag fluttir með tveimur flug­vélum til Banda­ríkjanna. Fjöru­tíu banda­rískir ríkis­borgarar eru smitaðir af veirunni og verða þeir fluttir á spítala í Japan.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið eru um 400 Banda­ríkja­menn um borð skipsins og verða þeir settir í fjór­tán daga sótt­kví við komuna til Banda­ríkjanna. Þá verður vel fylgst með hvort far­þegar sýni ein­kenni í fluginu en ef slíkt kemur upp verða þeir far­þegar að­skildir hinum.

Um 350 manns smitaðir um borð

Skipið var kyrr­sett utan við höfn Yokohama í Japan þann þriðja febrúar eftir að far­þegi skipsins veiktist og var greindur með veiruna. Rúm­lega 3400 manns eru um borð skipsins en af þeim eru um 350 manns smitaðir.

Á­kveðið var að flytja fólk frá borði vegna mikillar smit­hættu þar sem fólkið var á sama stað og þeir smituðu. Stefnt er á að koma fleiri far­þegum til síns heima á næstunni og mun brott­flutningur ríkis­borgara frá Ísrael, Hong Kong, og Kanada eiga sér stað bráð­lega.

Frá því að veiran kom fyrst upp í kín­versku borginni Wu­han í Hubei-héraði hafa næstum 70 þúsund smitast og 1670 látist en smitum fækkar nú frá degi til dags og telja kín­versk stjórn­völd að þau séu að ná stjórn á far­aldrinum.

Bandaríkjamenn fá aftur að snúa heim eftir tveggja vikna sóttkví.
Fréttablaðið/AFP
Við komuna til Bandaríkjanna taka aðrar tvær vikur í sóttkví við.
Fréttablaðið/AFP