Fjöru­tíu og fjögur já­kvæð CO­VID-19 smit greindust í gær. Þar af greindust 38 manns já­kvæðir innan­lands síðasta sólar­hringinn og 6 greindust já­kvæðir við landa­mærin.

Af þeim sem greindust í gær voru níu í sótt­kví við greiningu en 29 voru utan sóttkvíar. Alls eru 163 nú í ein­angrun og 454 í sótt­kví.

Ekki liggur fyrir hversu margir hinna smituðu voru bólu­settir en það skýrist síðar í dag. Um­fangs­mikil smitrakning stendur nú yfir.

Fréttin var upp­færð kl. 12:01.