Um fjöru­tíu manns þáðu á­falla­hjálp eftir að slys varð á Úlfars­felli í Mos­fells­bæ um há­degis­bil í dag, þetta stað­festir Oddur Freyr Þor­steins­son, kynningar- og fjöl­miðla­full­trúi Rauða krossins á Ís­landi í sam­tali við Frétta­blaðið. RÚV greindi fyrst frá.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út um tólf í dag vegna slasaðs hjól­reiða­manns sem keppti í bikar­móti sem fór fram á vegum Hjól­reiða­sam­bands Ís­lands fyrr í dag.

Oddur Freyr segir að á­falla­t­eymi Rauða krossins hafi verið kallað út og fólki hafi verið boðið að sækja á­falla­hjálp til Rauða krossins á skrif­stofu þeirra á Efsta­leiti og að um fjöru­tíu manns hafi tekið boðinu.

Þegar Frétta­blaðið ræddi við Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúa Land­helgis­gæslunnar, fyrr í dag sagði hann al­var­leika á­verka mannsins ekki ljósa að svo stöddu en að þeir hafi verið þess eðlis að ekki hafi verið talið öruggt að flytja hann land­leiðina á sjúkra­hús.

Ás­geir segir þyrluna hafa verið fljóta að bregðast við út­kallinu, en öll á­höfn gæslunnar var stödd á flug­vellinum þegar út­kallið barst.