Fjöru­tíu ein­staklingar sem komu til landsins frá Krít í síðustu viku eru smitaðir af kórónu­veirunni. Þetta kemur fram í skrif­legu svari al­manna­varna­deildar við fyrir­spurn mbl.is.

Meðal far­þega voru úr­skriftar­nem­endur frá Flens­borgar­skólanum en að minnsta þrjá­tíu þeirra smituðust.

Allir far­þegar vélarinnar voru sendir í sótt­kví en með þeim í flug­vélinni til Ís­lands voru einnig ein­staklingar sem tengdust ekki út­skriftar­ferðinni. Ekki er vitað hversu margir af þeim tíu sem nú hafa greinst voru hluti af út­skriftar­ferðinni til Krítar.

Útskriftarferðin var ekki á vegum skólans en flestir nemendur ferðarinnar útskrifuðust úr Flensborg í vor.