Björgunarsveitin var ræst út í gær vegna fjögurra manna sem sigldu slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey í Kollafirði.

Mönnunum var komið til bjargar og þeir fluttir á bráðamóttöku með sjúkrabíl en þeir voru mjög blautir og kaldir að sögn lögreglu.

Lögreglu og björgunarsveitum bárust síðar tilkynningar um mann sem var villtur á Esjunni í vondu veðri. Hann fannst rúmlega tveimur og hálfum tíma eftir að aðstoðarbeiðni barst og komu björgunarsveitir honum til byggða.

Karlmaður var handtekinn á Kjalarnesi vegna líkamsárásar og heimilisofbeldi. Lögreglan flutti manninn á lögreglustöð og var hann vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins.

Nokkrir duttu á götuna

Nokkur fjöldi tilkynninga barst lögreglu í gærkvöldi og í nótt vegna slysa.

Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Um var að ræða konu sem var flutt á bráðamóttöku með sjúkrabíl þar sem hún var með áverka á fæti og mjöðm.

Ökumaður ók á kyrrstæðan bíl í Hlíðunum. Einn slasaðist en ekki er tekið fram hvort um hafi verið að ræða ökumanninn eða annan farþega. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku sem lögregla veit ekki hversu alvarlega sá slasaðist.

Annar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á ljósastaur í Kópavogi. Engin slasaðist en bíllinn var óökufær eftir óhappið.

Lögregla aðstoðaði mann sem hafði dottið á höfuðið í Hafnarfirði eftir að sjúkralið hafði gert að sárum mannsins ók lögregla honum heim til sín.

Annar maður féll einnig á höfuðið í Breiðholti en sá var ofurölvi og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl vegna áverka á höfði.

Kona féll á rafmagnshlaupahjóli í Grafarvogi og hlaut áverka á höfði, hún flutt á bráðamóttöku með sjúkrabíl.