Fjórtán smit greindust innanlands í gær, fjögur í einkennasýnatöku og níu í handahófs- og sóttkvíarskimun, samkvæmt vefsíðu covid.is. Færri smit hafa ekki greinst síðan 17. júlí þegar ellefu greindust.

Níu voru fullbólusettir og fimm óbólusettir. Einn greindist á landamærum og beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu. Aðeins voru tekin um fimmtán hundruð sýni í gær, sem er einnig lægsti fjöldi í tæpa tvo mánuði.