Tæplega fimm þúsund meðlimir í VR höfðu í hádegi greitt atkvæði um kjarasamninginn sem undirritaður var af félaginu við Samtök atvinnulífsins á dögunum. Það er um 14% meðlima, sem eru um 36 þúsund í félaginu.

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Fréttablaðið. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið með þátttökunna en þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim.“ Hann segir að kynning á samningunum hafi gengið ágætlega.

Atkvæðagreiðslunni hjá VR lýkur á hádegi á morgun en niðurstöður hennar verði ekki gerðar opinberar fyrr en 23. apríl, þegar meðlimir annarra félaga hafa einnig kosið um samninginn.