Fjórtán manns létust í sprengjuárás þegar rúta sprakk í miðbæ Damaskus í höfuðborg Sýrlands í morgun.

Samkvæmt fjölmiðlum þar í landi eru árásir sem þessi ekki algengar, BBC greinir frá.

Rútan var á leið undir brúna Jisr al-Rais í miðbænum þegar tvær sprengjur sem festar höfðu verið á bifreiðina sprungu í loft upp.

Haft var eftir Abu Ahmed, ávaxtasala á markaði nálægt brúnni, að hann hefði verið sofandi þegar hann vaknaði upp við mikla sprengingu. Hann hafi þá séð logandi rútuna sem stöðvaðist stuttu síðar þegar hún lenti á gangstéttarbrún.

Árásin er sú mannskæðasta í borginni frá sjálfsmorðsárásinni í mars 2017 þegar alls 31 manns létu lífið.

Rútan var á leið undir brúna Jisr al-Rais í miðbæ Damaskus höfuðborg Sýrlands þegar hún sprakk.
Mynd/EPA