Að minnsta kosti fimmtán manns voru skotnir til bana á bar í Suður-Afríska bænum Soweto, að sögn lög­reglu á svæðinu.

Lög­reglan segir að á­rásar­mennirnir hófu skot­hríð á Or­lando East barnum og skutu ungt fólk að handa­hófi.

Þeir flúðu síðan vett­vang, en ekki er vitað til um á­stæðu skot­á­rásarinnar.

Fórnar­lömb á­rásarinnar voru á aldrinum 19-35 ára, að sögn BBC.

Skot­á­rásir eru tíðar í Suður-Afríku, en til­kynnt var um aðra skot­á­rás á bar í KwaZulu-Natal héraði. Að minnsta kosti fjórir létust þar.