Að minnsta kosti fimmtán manns voru skotnir til bana á bar í Suður-Afríska bænum Soweto, að sögn lögreglu á svæðinu.
Lögreglan segir að árásarmennirnir hófu skothríð á Orlando East barnum og skutu ungt fólk að handahófi.
Þeir flúðu síðan vettvang, en ekki er vitað til um ástæðu skotárásarinnar.
Fórnarlömb árásarinnar voru á aldrinum 19-35 ára, að sögn BBC.
Skotárásir eru tíðar í Suður-Afríku, en tilkynnt var um aðra skotárás á bar í KwaZulu-Natal héraði. Að minnsta kosti fjórir létust þar.