Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítala greindi frá á fundi Al­manna­varna frá ó­venju veg­legri gjöf frá 14 ís­lenskum fyrir­tækjum. Gjöfin mun nýtast í bar­áttunni gegn CO­VID-19 far­aldrinum og án efa bjarga manns­lífum. Fyrir­tækin fjór­tán tóku sig saman og borguðu fyrir sau­tján nýjar öndunar­vélar af full­komnustu gerð sem munu nýtast á gjör­gæslu­deild Land­spítalans.

Páll var nánast hrærður þegar hann greindi frá þessari veg­legu gjöf.

„Það er hreint ó­trú­legt hvað lands­spítali nýtur mikillar vel­vildar allra lands­manna og það sést bæði á fjöl­mörgum gjöfum og hlýjum kveðjum og gjafirnar eru bæði stórar og smáar. Nú í morgun barst ó­venju stór gjöf með frakt­flug­vél að utan þegar Land­spítalinn fékk sau­tján nýjar og mjög full­komnar gjör­gæslu öndunar­vélar að gjöf,“ sagði Páll. Hann bætti við að vélarnar væru þýskar.

„Það eru fjór­tán fyrir­tæki í ís­lensku at­vinnu­lífi sem hafa tekið höndum saman um að fjár­magna og út­vega þessi tæki. Með þessu vilji fyrir­tækin leggja sitt af mörkum til að styðja við ís­lenskt heil­brigðis­kerfi á erfiðum tímum en fyrir­tækin sem standa gjöfinni kjósa að láta nafn síns ekki getið.“

Þessu til við­bótar gáfu fyrir­tækin Land­spítalanum sér­stakan hlífðar­fatnað og ýmsa lækninga­vörur fyrir starfs­fólk sem eru í fram­línunni á heil­brigðis­stofnunum hér á landi. Um er að ræða mörg þúsund sótt­varna­grímur, gleru­agu og veirupinna.