Ástralar hafa bæst í hóp þeirra landa sem kyrrsett hafa Boeing 737 Max 8-vélar. Áður hafa Kína og Indónesía kyrrsett vélar í kjölfar flugslyss vélar Ethiopian Airlines á sunnudag, þegar 157 manns létu lífið. Singapúrar hafa gert slíkt hið sama en áður höfðu flugmálayfirvöld í Kína og Indónesíu kyrrsett vélar þessarar gerðar, auk suðurkóreska flugfélagsins Eastar Jet.

Flugslysið á sunnudag var annað mannskæða flugslysið þar sem Boeing 737 MAX-vélar átti í hlut á fimm mánuðum. 189 fórust í Indónesíu þegar slík vél hrapaði í haust.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að Icelandair sé með tilbúna áætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja þær þrjár vélar sem eru í eigu flugfélagsins. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ sagði Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair við Fréttablaðið. Hann sagði að það yrði þungt fyrir Icelandair ef til þess kæmi. 

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau flugfélög sem hafa kyrrsett vélarnar en líka lista yfir þá sem enn eru að nota þær.