Alls komu um upp fjór­tán fíkni­efna­mál í um­dæmi Lög­reglunnar á Austur­landi síðustu helgi. Segir í til­kynningu að flest þeirra hafi verið í tengslum við lista­há­tíðina Lunga sem haldin var á Seyðis­firði. Tvö málanna eru til frekari rann­sóknar hjá lög­reglunni, en í öðrum til­vikum var um svo­kölluð neyslu­mál að ræða.

Ógnuðu með eggvopni

Þá segir lög­reglan einnig frá því í til­kynningu að ég gær hafi þau hand­tekið tvo karl­menn sem fóru inn í hús í um­dæminu og ógnuðu hús­ráð­endum með egg­vopni. Einn aðili hlaut smá­vægi­lega á­verka, sem voru þó ekki til­komnir vegna egg­vopnsins.

Mönnunum var sleppt úr haldi að skýrslu­töku lokinni í gær. Máls­at­vik eru talin liggja fyrir og segir í til­kynningu að lög­regla muni ekki veita frekari upp­lýsingar vegna málsins.