Ung­lingur á fimmtánda ári glímir enn við eftir­köst vegna á­rásar sem hann varð fyrir í Hamra­borg í Kópa­vogi við bið­stöð Strætó. Of­beldið var hrotta­legt og enn í dag kastar drengurinn upp og er með höfuð­verk. Á vef Ríkis­út­varpsins er birt mynd­skeið af árás drengjanna sem eru á aldrinum 15 til 17 ára.

Sigurður Hólm Gunnars­son, for­stöðu­maður á skamm­tíma­heimili fyrir ung­linga varð vitni að því á síðasta ári þegar ráðist var á sama dreng en þá voru sumir sem réðust á drenginn vopnaðir hnúa­járnum. Sú árás átti sér stað um miðjan dag við verslunar­kjarna í Grafar­vogi. Sigurður segir að það virðist vera í tísku að ráðast á ung­linga og taka of­beldið upp á síma.

Af­leiðingar of­beldisins hafa verið miklar en drengurinn glímir við höfuð­verk og upp­köst þó liðnir séu nokkrir dagar síðan á­rásin átti sér stað. Drengurinn er af er­lendum upp­runa og Sigurður Hólm úti­lokar ekki að um haturs­glæp sé að ræða. Hann bætir við að of­beldis­mennirnir þurfti á að­stoð að halda og engum sé gerður greiði með því að gera lítið úr þeim.

„Við sem al­mennir borgarar þurfum að vera dug­leg við að grípa inn í ef við sjáum svona hluti og stoppa þá, ef við treystum okkur til,“ segir Sigurður og bætir við: „Hringja alla vega strax í lög­regluna og helst stoppa at­vikið ef við getum, því að nokkrum mínútum síðar getur það verið of seint.“

Í kvöld­fréttum RÚV var einnig rætt við Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­læknir bráða­lækninga á Land­spítalanum. Var honum brugðið eftir að hafa séð mynd­skeiðið. Jón segir að fólk geti látið lífið verði það fyrir of­beldi af þessu tagi, en telur að á­rásar­mennirnir geri sér ekki grein fyrir hversu al­var­legar slíkar á­rásir geta verið.

„Það ætlar sé enginn að valda ein­hverjum dauða eða ör­kum­last,“ segir Jón.