Fjórtán ára drengur lést eftir að hann féll út tívolítæki í ICON skemmtigarðinum í Flórída síðastliðinn þriðjudag. NBC news greina frá.
Drengurinn, Tyre Sampson, var frá Missouri í Bandaríkjunum en var í ferðalagi með fótboltaliði sínu í Flórída.
Hann var mikill aðdáandi skemmtigarða en tækið sem Tyre féll úr er yfir 130 metra hár fallturn. Vitni að slysinu höfðu samband við neyðarlínuna og tilkynntu að einhver hefði fallið úr tækinu á þriðjudag. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn um klukkan ellefu að kvöldi var Tyre mikið slasaður en hann lést skömmu síðar af sárum sínum á Arnold Palmer sjúkrahúsinu í Orlando.
„Orð geta ekki líst því hvernig okkur líður.“
Tækið, sem kallast Free Fall, var nýtt í ICON garðinum og var skoðað í fyrsta skipti þann 20. desember í fyrra. Við þá skoðun kom ekkert athugavert í ljós en tækið hefur ekki verið skoðað síðan vegna þess hversu nýtt það er, einungis er þess krafist að tækið sé skoðað skoðað tvisvar sinnum á ári.
„Orð geta ekki líst því hvernig okkur líður,“ sagði John Stine, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Slingshot Group of Companies, sem er eigandi og rekstraraðili Free Fall turnisns. „Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu þessa unga manns og það er allt sem við getum sagt á þessum tíma.“
Átti framtíðina fyrir sér
Carl Samson, föðurbróðir Tyre, segir frænda sinn hafa verið gáfaðan, kurteisan og góðan dreng sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Foreldrar hans séu í sárum.
Svipuðu tæki lokað í Dollywood
Skemmtigarðurinn Dollywood sem er í eigu söngkonunnar Dolly Parton hefur tímabundið lokað tæki í skemmtigarði sínum í Tennesse sem er frá sama framleiðanda og tækið sem Tyre féll úr.
„Þrátt fyrir að þetta tiltekna tæki sé ekki í Dollywood er öryggi gesta okkar í forgangi,“ sagði í tilkynningu frá Dollywood.