Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu var kallað út á áttunda tímanum í kvöld. Fjórir slökkvi­liðs­bílar og þrír sjúkra­bílar voru sendir á Sel­tjarnar­nes vegna reyks í þak­rými á í­búðar­hús­næði. Þetta stað­festir Ás­dís Gísla­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi slökkvi­liðsins í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það er verið að vinna í þessu enn­þá en gengur vel,“ segir Ás­dís.

„Þetta er mikið út­kall og við­brögð samt sem áður en reykurinn er að ganga niður,“ segir hún enn fremur.

Allir í­búar hússins voru komnir út þegar slökkviliði bar að og eru allir heilir á húfi að sögn Ás­dísar. Að svo stöddu er ekki vitað hvað olli reyknum.