Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu líkams­á­rás í gær­kvöldi en þar voru fjórir ein­staklingar sagðir hafa ráðist á einn.

Enginn var á vett­vangi þegar lög­reglu bar að garði og hefur enginn gefið sig fram sem á­rásar­þoli þegar þetta er ritað, að sögn lög­reglu. Sá er til­kynnti á­rásina sagðist hafa séð fjóra stráka ráðast á einn.

Til­tölu­lega ró­legt hefur verið í um­dæmi lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu síðast­liðinn sólar­hring.

Til­kynnt var um skemmdar­verk í skóla í um­dæmi lög­reglu­stöðvar 1, sem sinnir Austur­bæ, Vestur­bæ, Mið­borg og Sel­tjarnar­nesi, en þar hafði rúða í skólanum verið brotin. Ekki er ljóst hvort farið var inn til að stela. Þá var maður hand­tekinn vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og þá var hann með fíkni­efni á sér. Að sögn lög­reglu er einnig til rann­sóknar „ó­lög­leg dvöl á Schen­gen svæði“ eins og það er orðað.

Þá var til­kynnt um börn að sprengja flug­elda við skóla í um­dæmi lög­reglu­stöðvar 2, sem sinnir Hafnar­firði og Garða­bæ. Krakkarnir hlupu hver í sína áttina þegar lög­regla kom.