Fjórir sóttu um em­bætti dómara við Lands­rétt, sem aug­lýst var til um­sóknar í byrjun janúar. Em­bættið var aug­lýst eftir að Ing­veldur Einars­dóttir var skipuð dómari við Hæsta­rétt í desember í fyrra.

Tveir karlar og tvær konur sóttu um en það voru:

  1. Ás­mundur Helga­son, dómari við Lands­rétt
  2. Ást­ráður Haralds­son, héraðs­dómari
  3. Ragn­heiður Braga­dóttir, dómari við Lands­rétt
  4. Sandra Bald­vins­dóttir, héraðs­dómari

Ás­mundur og Ragn­heiður eru bæði dómarar við Lands­rétt en mega hins vegar ekki starfa sem slíkir þar sem skipun þeirra var úr­skurðuð ó­lög­mæt, eftir að Sig­ríður Á. Ander­sen, þá­verandi dóms­mála­ráð­herra, vék frá niður­stöðum hæfnis­nefndar við skipun dómara við réttinn.

Ást­ráður Haralds­son er einnig á meðal um­sækj­enda en þetta er í fjórða sinn sem hann sækir um stöðuna, fyrst árið 2017 þegar Lands­réttur var settur á lag­girnar. Hann var þá á meðal þeirra fimm­tán sem metin voru hæfust í em­bættið, en voru dæmdar miska­bætur upp á 700 þúsund krónur eftir vikið var frá niður­stöðum nefndarinnar.

Síðast voru tvö em­bætti dómara við Lands­rétt aug­lýst til um­sóknar, og voru Ást­ráður og Sandra Bald­vins­dóttir þá bæði á meðal um­sækj­enda.