Hæfnisnefnd sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hefur metið umsækjendur um starf seðlabankastjóra og eru þar fjórir umsækjendur metnir mjög vel hæfir. Kjarninn greindi frá málinu í dag.

Umsækjendurnir sem taldir eru mjög vel hæfir eru þeir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Allir hafa þeir doktorspróf í hagfræði.

Katrín Jakobsdóttir skipar nýjan seðlabankastjóra í sumar en Már Guðmundsson lætur þá af störfum eftir tíu ára starf.

Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra en umsækjendur hafa nú frest til 19. júní til þess að gera athugasemdir við mat nefndarinnar sem hún tekur síðan tillit til.

Samkvæmt Kjarnanum var umsækjendunum skipt niður í þrjá hæfisflokka; hæfa, vel hæfa og mjög vel hæfa. Upphaflega voru umsækjendurnir 16 en Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og formaður Viðreisnar, dró umsókn sína til baka. Það gerðu einnig tveir aðrir umsækjendur og þá var einn umsækjandi nemi og uppfyllti því ekki skilyrði til að vera hæfur í starfið. Því voru þeir tólf sem nefndin skipti niður í hæfisflokkana.

Nefndina skipa þau Sigríður Benediktsdóttir, sem er formaður hennar, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs.

Hér má sjá lista yfir alla umsækjendur um starfið, sem stjórnvöld hafa birt:

Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra 

Ásgeir Jóns­son, dós­ent og for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands

Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við Háskóla Íslands

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrrv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra

Gunnar Har­alds­son, hag­fræð­ingur

Gylfi Arn­björns­son, hag­fræð­ingur

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent

Hannes Jóhanns­son, hag­fræð­ingur

Jón Dan­í­els­son, pró­fessor

Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu rík­is­ins

Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor

Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri 

Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar í Seðla­banka Íslands

Vil­hjálmur Bjarna­son, lektor

Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra