Skip sem kom til hafnar í Straums­vík þann 8. júlí síðast­liðinn reyndist vera með fjóra laumu­far­þega innan­borðs en þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu um málið.

Talið er að far­þegarnir hafi komið um borð í skipið um mánaða­mótin maí /júní þegar skipið var þá í Senegal.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu voru þeir ekki með nein gögn á sér sem geta stað­fest upp­runa þeirra og upp­fylla þeir því ekki skil­yrði um komu til landsins.

Lög­regla vinnur nú að því að stað­festa þjóð­erni far­þeganna en þeir hafa dvalið í sótt­varnar­húsi frá því að þeir komu til landsins.