Erlent

Fjórir látnir í skotárás í Kanada

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Einn er í haldi lögreglu grunaður um aðild að skotárásinn. Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir.

Skjáskot úr myndbandi blaðamannsins Nick Moore frá vettvangi Twitter/Nick Moore

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Fredericton er nú einn í haldi grunaður um aðild að skotárásinni.

Lögregla hefur samt sem áður beðið vegfarendur að halda sig frá svæðinu því rannsókn er enn í gangi. Ekki er vitað hvort fleiri en einn voru að verki.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir. Samkvæmt frétt BBC heyrðust allavega fjögur byssuskot á vettvangi. 

Blaðamaðurinn Nick Moore birti myndskeið á Twitter reikningi sínum af vettvangi sem má sjá hér að neðan. Þar má sjá að mikill viðbúnaður var á vettvangi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Al­mennir borgarar fluttir á brott úr síðasta vígi ISIS

Bretland

Þrír þing­menn yfir­gefa Í­halds­flokkinn vegna Brexit

Erlent

Tilnefningar til fréttamyndar ársins 2019

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing