Erlent

Fjórir látnir í skotárás í Kanada

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Einn er í haldi lögreglu grunaður um aðild að skotárásinn. Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir.

Skjáskot úr myndbandi blaðamannsins Nick Moore frá vettvangi Twitter/Nick Moore

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Fredericton er nú einn í haldi grunaður um aðild að skotárásinni.

Lögregla hefur samt sem áður beðið vegfarendur að halda sig frá svæðinu því rannsókn er enn í gangi. Ekki er vitað hvort fleiri en einn voru að verki.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir. Samkvæmt frétt BBC heyrðust allavega fjögur byssuskot á vettvangi. 

Blaðamaðurinn Nick Moore birti myndskeið á Twitter reikningi sínum af vettvangi sem má sjá hér að neðan. Þar má sjá að mikill viðbúnaður var á vettvangi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sádi-Arabía

Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi

Kanada

Kannabis löglegt í Kanada á morgun

Erlent

Paul Allen látinn

Auglýsing

Nýjast

Lægðirnar bíða við landið í röðum

Ey­þór: Meiri­hlutinn þarf að líta í eigin barm

Veita milljónir í sérnámsstöður heilsugæslunnar

Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli

Gefin vika til að svara um Minden

Skúli áfrýjar til Landsréttar

Auglýsing