Erlent

Fjórir látnir í skotárás í Kanada

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Einn er í haldi lögreglu grunaður um aðild að skotárásinn. Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir.

Skjáskot úr myndbandi blaðamannsins Nick Moore frá vettvangi Twitter/Nick Moore

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Fredericton er nú einn í haldi grunaður um aðild að skotárásinni.

Lögregla hefur samt sem áður beðið vegfarendur að halda sig frá svæðinu því rannsókn er enn í gangi. Ekki er vitað hvort fleiri en einn voru að verki.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir. Samkvæmt frétt BBC heyrðust allavega fjögur byssuskot á vettvangi. 

Blaðamaðurinn Nick Moore birti myndskeið á Twitter reikningi sínum af vettvangi sem má sjá hér að neðan. Þar má sjá að mikill viðbúnaður var á vettvangi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ítalía

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

Svíþjóð

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Bretland

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Auglýsing

Nýjast

Sjáðu hvernig Vargurinn bjargaði grindhvalnum

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Tölu­verður verð­munur á vin­sælum skóla­töskum barna

Auglýsing