Erlent

Fjórir látnir í skotárás í Kanada

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Einn er í haldi lögreglu grunaður um aðild að skotárásinn. Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir.

Skjáskot úr myndbandi blaðamannsins Nick Moore frá vettvangi Twitter/Nick Moore

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Fredericton er nú einn í haldi grunaður um aðild að skotárásinni.

Lögregla hefur samt sem áður beðið vegfarendur að halda sig frá svæðinu því rannsókn er enn í gangi. Ekki er vitað hvort fleiri en einn voru að verki.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu margir eru særðir. Samkvæmt frétt BBC heyrðust allavega fjögur byssuskot á vettvangi. 

Blaðamaðurinn Nick Moore birti myndskeið á Twitter reikningi sínum af vettvangi sem má sjá hér að neðan. Þar má sjá að mikill viðbúnaður var á vettvangi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bretland

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Erlent

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Erlent

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Auglýsing

Nýjast

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

Börn birta slúður á lokuðum Insta­gram-reikningum

Bára búin að afhenda Alþingi upptökurnar

Ellert Schram og Albert Guð­munds taka sæti á þingi

Auglýsing