Sam­tals liggja nú ní­tján sjúk­lingar inni á Land­spítala með Co­vid-19. Þar af eru þrír á gjör­gæslu en enginn þeirra er í öndunar­vél. Fjór­tán eru nú á smit­sjúk­dóma­deild og tveir á geð­deild eftir að ein­staklingar greindust þar fyrr í vikunni. Vísir greinir frá.

Fjórir sjúk­lingar voru lagðir inn á Land­spítala í gær vegna sjúk­dómsins. Á­fram er ein geð­deild lokuð vegna til­fellanna en ekki hafa greinst fleiri þar í skimunum síðustu daga. Þá komu til­felli upp í Skafta­hlíð og í lyfja­þjónustu og er rakningu þar lokið.

Alls eru 1.626 ein­staklingar í eftir­liti hjá Co­vid göngu­deild, þar af 396 börn. 65 eru metin gul en enginn rauður, eða í hættu á inn­lögn. Í gær komu þrettán ein­staklingar til skoðunar og með­ferðar á Co­vid-göngu­deild.

Nú eru 26 starfs­menn spítalans í ein­angrun vegna Co­vid-19, 33 eru í sótt­kví og 246 í vinnu­sótt­kví.