Ein­hverjir eftir­málar verða af hópslags­málum sem náðust á mynd­band í Hóla­garði í Breið­holti, á fimmta tímanum í gær, að sögn lög­reglu. Sjö ungir menn tókust á fyrir framan pitsa­staðinn Pizzuna í Lóu­hólum og hrinti einn á­rásar­mannanna öðrum í rúðuna þannig að hún brotnaði.

Enginn hlaut al­var­leg meiðsli eftir á­tökin. „Þeir voru sumir eitt­hvað blóðugir á vett­vangi en enginn þurfti að fara á sjúkra­hús til að­hlynningar,“ segir Gunnar Hilmars­son, aðal­varð­stjóri, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það eru fjórir sem eru með stöðuna kærður í málinu,“ segir Gunnar. Enginn var hand­tekinn á vett­vangi en Gunnar segir lög­reglu hafa upp­lýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni.

„Það verður gerð krafa um bætur vegna rúðunnar og lög­reglan mun skoða málið á­fram.“ Rann­sóknar­deild lög­reglunnar fer með rann­sókn málsins og mun það koma síðar í ljós hvort lög­regla gefur út á­kæru vegna málsins.

Ósamvinnufúsir árásarmenn

Gunnar segir þátt­tak­endur í slags­málunum ekki hafa verið sam­vinnu­fúsa og fengust ekki mikið af upp­lýsingum frá þeim á vett­vangi. „Það verður kallað eftir því síðar.“ Á­stæða á­takanna hafi verið deilur milli tveggja hópa en ekki er vitað um hvað þær snúast.

Mynd­band af slags­málunum hefur farið eins og eldur í sinu á sam­fé­lags­miðlum en í mynd­bandinu heyrast lítil börn gráta og vitni að á­tökunum öskra þegar verst lætur. Fjórir lög­­reglu­bílar voru kallaðir á vett­vang vegna málsins.

„Við heyrðum börn gráta og sáum tvo menn takast á, annar þeirra virtist vera reyna að slást við börnin sem voru mjög skelkuð,“ sagði starfs­­­maður Af­rozone í sam­tali við Frétta­blaðið í gær­kvöldi.