Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils kókaínssmygls. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglan haldlagði á annan tug kílóa af efninu.

Fram kom í fréttinni að lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaki málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Efnin fundust á Keflavíkurflugvelli 12. maí. Fjórir hafa verið í haldi síðan.

Götuvirði efnanna hleypur á um 146 milljónum króna, að því er fram kom í fréttinni.