Lög­reglan á Suður­nesjum hefur nú hand­tekið fjóra menn í tengslum við inn­brotið í ­vallar­húsið við Raf­holts­völl í Njarð­vík fyrr í vikunni en þetta kemur fram í færslu lög­reglunnar á Face­book. Mennirnir verða yfir­heyrðir síðar í dag.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá var brotist inn í vallar­hús UMFN að­fara­nótt mánu­dagsins en tals­verðu magni af raf­tækjum var stolið á­samt því að skemmdir voru unnar á hús­næðinu.

Bæði lög­regla og Knatt­spyrnu­deild Njarð­víkur deildu mynd­bandi úr öryggis­mynda­vél af inn­brotinu en þar sáust þrír ein­staklingar brjóta sér leið inn í vallar­húsið með því að sparka upp hurð.

„Okkur langar að þakka ykkur fyrir veitta að­stoð varðandi rann­sókn á inn­broti í vallar­hús UMFN fyrr í vikunni. Á­bendingar frá ykkur gerðu það að verkum að í gær­kvöldi voru 4 menn hand­teknir og fannst allt þýfið sem stolið var úr inn­brotinu,“ segir í færslu lög­reglu.

Meðfylgjandi er myndband úr öryggismyndavél okkar í Vallarhúsinu. Hér má sjá þrjá aðila ganga á allar dyr og glugga sem...

Posted by Njarðvík, knattspyrnudeild on Monday, September 14, 2020