Lögregla handtók í gær fjóra einstaklinga vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnamáli, í kjölfarið voru þeir úrskurðaðir í í gæsluvarðhald til 17. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur í þágu rannsóknar á málinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að málið varði innflutning á miklu magni af fíkniefnum, og að þeir hafi verið handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglu í gær. Fram kemur að handtökunum komu embætti lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.

Mynd/ValgarðurGíslason

Fréttablaðinu bárust upplýsingar um málið í gærkvöld og gerði tilraunir til að fá það staðfest hjá lögreglunni, en án árangurs. Nú hefur lögregla hins vegar gefið út yfirlýsingu vegna málsins, en í henni segir að ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ljósmyndari Fréttablaðsins náði myndum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gærkvöld af einhverjum þeirra handteknu.

Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli