Nokkur erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í nótt án þess þó að nokkur stór mál kæmu upp.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að fjórir menn hafi verið hand­teknir í Laugar­dalnum á þriðja tímanum í nótt. Eru mennirnir grunaðir um að hafa verið á bif­reið sem hafði verið ekið á tré.

Lög­reglu grunar að mennirnir hafi verið undir á­hrifum og voru þeir vistaðir í fanga­klefa þangað til hægt verður að yfir­heyra þá.