Tveir í­búar á Minni-Grund, hjá hjúkrunar­heimilinu Grund, greindust með CO­VID-19 í vikunni og er annar þeirra með ein­kenni.

Þá eru einnig tveir í­búar í austur­húsi Grundar smitaðir en þeir eru ein­kenna­lausir og munu losna úr ein­angrun í lok vikunnar.

RÚV greinir frá og hefur eftir til­kynningu frá Grundar­heimilunum.

Skimun á í­búum sem voru út­settir fyrir smiti er lokið. Skimun starfs­manna stendur enn yfir og hafa þó­nokkrir þeirra verið settir í sótt­kví. Heim­sóknar­bann er á Grund og verður í gildi fram yfir helgi.

Í vikunni greindist einnig starfs­maður á dvalar- og hjúkrunar­heimilinu Ási í Hvera­gerði. Seinni skimun fer fram í dag hjá 33 í­búum og starfs­mönnum sem voru settir í sótt­kví í síðustu viku.

Enginn íbúi á Ási hefur greinst smitaður fram til þessa. Heim­sóknar­bann hefur einnig verið í gildi þar en gera má ráð fyrir að því verði af­létt þegar niður­stöður fást úr seinni skimun.