Fjórir voru fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur fjögurra bíla á Reykja­nes­braut við Ál­verið í Straums­vík í morgun.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jóhann Bragi Birgis­­son varð­­stjóri hjá ríkis­lög­­reglu­­stjóra að til­kynning um slys hafi borist lög­reglu klukkan 7:36 í morgun. Var um­ferð um svæðið lokað í kjöl­farið og stóð lokunin í um klukku­stund.

Jóhann gat ekki gefið nánari upp­lýsingar um á­stand hinna slösuðu að svo stöddu.