Í dag komu fjórir ferðamenn til Þingvalla. Einn gekk inn í þokuna í Almannagjá og hvarf sjónum. Þetta kemur fram á vef þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Tveir ferðamenn frá Frakklandi og einn frá Belgíu litu inn um gluggann á Þingvallakirkju og áttu gott spjall við þjóðgarðsvörð sem var á ferðinni.
Þau voru að ljúka fjögurra vikna ferðalagi um Ísland sem hófst á hefðbundinni sóttkví. Þau lofuðu land og þjóð og nutu þess að ferðast um landið og vera nánast ein á ferðinni.
Á sama degi fyrir ári síðan rétt áður en Covid faraldurinn hófst gengu 3322 ferðamenn um Almannagjá.