Í dag komu fjórir ferða­menn til Þing­valla. Einn gekk inn í þokuna í Al­manna­gjá og hvarf sjónum. Þetta kemur fram á vef þjóð­garðsins á Þing­völlum.

Tveir ferða­menn frá Frakk­landi og einn frá Belgíu litu inn um gluggann á Þing­valla­kirkju og áttu gott spjall við þjóð­garðs­vörð sem var á ferðinni.

Þau voru að ljúka fjögurra vikna ferða­lagi um Ís­land sem hófst á hefð­bundinni sótt­kví. Þau lofuðu land og þjóð og nutu þess að ferðast um landið og vera nánast ein á ferðinni.

Á sama degi fyrir ári síðan rétt áður en Co­vid far­aldurinn hófst gengu 3322 ferða­menn um Al­manna­gjá.