Héraðssaksóknari gefur út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna morðsins Armando Beqiri í Rauðagerði. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem hefur þetta eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara.

Haft er eftir Kolbrúnu að ákæran byggist á 211. grein hegningarlaga þar sem fjallað sé um manndráp. Hún tjái sig að öðru leyti ekki um málið.